Vefsíðugerð
Vefforrit, ólíkt hugbúnaðarforritum sem keyra staðbundið og eru innbyggð á stýrikerfi tækisins (APP), er hugbúnaður sem keyrir í vafra. Dæmi um vefforrit eru vefsíður, vefverslanir og netgáttir.
Hér fyrir neðan kynnum við fleiri þjónustur tengdar vefsvæðum.
Vefsíður
Vefsíða ber ábyrgð á bæði fyrstu sýn og að móta enn frekar faglega ímynd fyrirtækisins, vörunnar, þjónustunnar eða einstaklingsins á netinu. Ánægja viðskiptavina okkar skiptir miklu máli og því bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af möguleikum. Við hönnum vefsíður með þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi, ásamt því að veita ráðlagningar um það sem hentar best þeirri starfsemi hverju sinni. Þess vegna miðast verkefnin okkar við arðsemi og ná stöðugt til víðs markhóps í tiltekinni atvinnugrein. Í samræmi við okkar markmið þá einbeitum við okkur eingöngu að gera nútíma vefsíður sem verða alltaf aðlaðandi fyrir viðtakendur.
Vefverslanir
Rafræn viðskipti er víðtækt hugtak sem lýsir oft fyrirtækjum sem tengjast framleiðslu og sölu á vörum og þjónustu í gegnum internetið í bæði B2B og B2C módel. Vefverslanir eru án efa mikilvægasta og mest notaða tækið af frumkvöðlum, en það opnar ótakmarkaðan fjölda af hugsanlegum viðskiptavinum. Það ætti að vera í ákveðnum forgangi hjá sölufyrirtækjum að reyna að fullnýta netmarkaðinn. Við sjáum um að innleiða sérsniðnar netverslanir sem nota nýjustu rafrænu lausnirnar sem gera þér kleift að koma inn á netmarkað eða til að auka sölur með lausnum sem nú þegar eru til staðar í fyrirtækinu.
Lendingar síða
Lendingarsíða er sérstök vefsíða eða undirsíða tiltekinnar vefsíðu sem notandi kemst á með því að smella á tilvísunartengil, t.d. úr leitarvél, AdWords herferð, á Facebook eða annarstaðar frá. Árangursrík lendingarsíða er sú sem uppfyllir eitt tiltekið lykilmarkmið – að kaupa vöru, panta þjónustu eða gerast áskrifandi að póstlista. Sé lendingarsíða með skýr skilaboð, og einbeitt er að sérstökum markaðs og sölumarkmiðum í samræmi við vörumerkið, þá getur lendingarsíða náð þeim markmiðum sem sett eru fyrir hana.
CMS
CMS, eða Content Management System, er kerfi í formi stjórnunarborðs, sem viðurkenndir aðilar geta gert breytingar á vefforritum (t.d. á vefsíðu eða farsímaforriti). Þessi tegund lausnar gerir vinnu á t.d. vefsíðum eða ákveðnum verkefnum mikið hraðari og hagkvæmari, vegna þess að viðskiptavinur eða sá aðili sem hann tilnefnir getur gert breytingar sjálfur.
CRM
CRM, eða Customer Relationship Management er hugbúnaður sem geymir allar upplýsingar um viðskiptavini, samstarfsaðila, birgja og alla þá sem tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt. Með þessari lausn getur þú auðveldlega skoðað sögu viðskiptavina, stjórnað samskiptum, undirbúið og sent tilboð, valið arðbærustu viðskiptavinina og skipulagt störf sölufulltrúa.
Hópvinnukerfi
Hópvinnukerfi eru oftast sett af upplýsingatækniverkfærum með það meginmarkmið að bæta samstarf starfsmanna og viðskiptavina. Hugmynd þeirra er að styðja hvers kyns samskiptaleiðir, þar á meðal tölvupóst, deilingu skráa, spjallskilaboð eða talsamskipti sem fara í gegnum netið, (VoIP) og einnig hefðbundin símtöl. Einkennandi eiginleiki þessara kerfa er oft hæfileikinn að geta rekið verkefni sem krefjast náins samstarfs og deilingu á allskonar upplýsingum.
HTML5 Borðar
HTML5 borðar fyrir markaðsherferðir er vinsæl leið fyrir vöru- og þjónustukynningu. Þökk sé þeim verða auglýsingar mjög aðlaðandi þar sem hægt er að auðga þær með fleiri gagnvirkum þáttum (tökkum, glærum, hreyfimyndum). Við hönnum og forritum auglýsingaborða sem eru búnir til í þeim tilgangi að auglýsa herferðir.
Tækniaðstoð
Tækniaðstoðarteymið miðar að því að styðja viðskiptavini, samstarfsaðila og framkvæmdateymi á áhrifaríkan hátt við að leysa tæknileg vandamál tengd hugbúnaði. Með þessu getum við ekki aðeins leyst núverandi vandamál heldur einnig komið í veg fyrir að ný komi upp og komið áfram upplýsingum um bestu starfsvenjurnar.