Snjalltæki

Farsímaforrit er hugbúnaður sem er sérstaklega gerður fyrir snjalltæki, eins og snjallsíma, spjaldtölvu eða snjallúr. Farsímaforrit eru frábrugðin vefforritum og skjáborðsforritum sem starfa í vöfrum eða eru uppsett í borðtölvum.
Hér að neðan erum við að kynna fleiri dæmi um þjónustu innan farsímaforritasvæðis.

Android Forrit

Android er vinsælasta stýrikerfið þegar kemur að því að búa til farsímaforrit og er með rúmlega 80% af heimsmarkaðinum. Android stýrikerfi er óaðskiljanlegur hluti af Snjallsíma, spjaldtölvu eða sjónvarpi og er að finna allstaðar nálægt okkur og notuð oft á dag. Vörumerki þeirra forrita sem birt eru á Android tækjum verða að vera einstök og forritsviðmótið ætti að vera flott, nútímalegt og í samræmi við sjónræna auðkenningu fyrirtækisins.

iOS Forrit

iOS stýrikerfið er næstvinsælasta lausnin sem er notuð fyrir farsíma á eftir Android. Vegna vinsælda beggja kerfa þá verða frumkvöðlar að aðlaga sig að báðum hópum viðtakenda. Hinsvegar krefst fagleg þróun á iOS forritum mikillar þekkingar og reynslu. iOS stýrikerfið er lifandi og í stöðugri þróun og vegna þess verða verktakar sem búa til iOS forrit ávallt að þróa færni sína og laga sig að breyttu umhverfi.

Innfædd Forrit

Innfædd forrit eru farsímaforrit sem eru búin til fyrir ákveðinn vettvang (Android, iOS, Windows Phone osfrv.). Hver vettvangur hefur sitt eigið forritunarmál tileinkað honum (Android – Java, iOS – Objective-C, Windows Phone – C #). Slík forrit einkennast venjulega af miklum vinnsluhraða og hafa beinan aðgang að hlutum farsímans eins og GPS, hröðunarmæli eða myndavél, það er ekki nauðsynlegt að forritið hafi aðgang að internetinu.

Blendin Forrit

Blendin eða hybrid forrit, sameina eiginleika innfæddra forrita og vefforrita. Slík forrit eru sett upp sem innfædd forrit en nota síðan margar sérstakar veflausnir. Það er auðvel að samþætta þær við vefsíður og að búa til slík forrit krefst minna fjárafls og tímakostnaðar, vegna þess að hluti kóðans er óháður ákveðnum vettvangi eins og t.d. forrit sem eru sérhönnuð fyrir ákveðin stýrikerfi.

Farsíma leikir

Nútímaheimurinn er að breytast mikið og farsímar eru orðnir stór partur af daglegu lífi fólks, svo það er ekkert skrítið að leikir séu líka að breytast. Fólk er meira að spila töluleiki í farsímum heldur en áður fyrr. Farsímaleikir eru í raun leikir sem við spilum í snjalltækjum eins og spjaldtölvum eða snjallsímum. Venjulega eru þetta tæki byggð á Android, iOS og Windows Phone kerfum. Markaðurinn fyrir þessa leiki hefur tekið mikla uppsveiflu síðan fyrsti iPhone-síminn kom fram. Fólk velur í auknum mæli að spila leiki í snjallsímum í dag heldur en í tölvu.