Fb.In.Tw.Ln.

Efnismarkaðssetning í rafrænum viðskiptum

Efnismarkaðssetning í rafrænum viðskiptum

Jafnvel löngu áður en COVID-19 faraldurinn brast á voru rafræn viðskipti þegar orðin mjög virk. Vegna nýlegra breytinga á alþjóðlegu verslunarsjónarmiðinu hafa kaup og sala á netinu orðið þeim mun vinsælli. Rafræn viðskipti verða áhrifameiri þökk sé efnismarkaðssetningu sem er vel undirbúin. Hvað inniber það og hvernig getur það hjálpað fyrirtækinu þínu að vaxa?

Hvað er efnismarkaðssetning?

Efnismarkaðssetning er einstök viðskiptastefna á netinu sem notuð er í rafrænum viðskiptum. Hún miðar að því að laða að nýja viðskiptavini en einnig halda þeim sem fyrir eru. Þessi aðferð gerir fyrirtækjum kleift að birta og kynna verðmætt efni sem er undirbúið fyrir tiltekinn markhóp. Efnismarkaðssetning er reyndar mun víðtækara fyrirbæri sem getur skapað einstakt samband á milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Fyrirtæki fá tækifæri til að virkja meiri þátttöku frá markhópnum með því að byggja upp sterkt samband. Á þann hátt getur salan vaxið með vel undirbúnu innihaldi.

Hvaða efni ætti að vera á vefsíðu verslunarinnar?

Efnismarkaðssetning ætti að vera vel þróaður og áreiðanlegur hluti af öllum rafrænum viðskiptum. Allar dafnandi vefverslanir þurfa aðlaðandi þætti sem hvetja til virkni til að byggja upp betri tengsl við viðskiptavini.
Til eru ógrynnin öll af hugmyndum um ákjósanlegt innihald fyrir rafrænu verslanir sem munu hjálpa öllum sölufyrirtækjum á netinu að vaxa. Hér eru þær mikilvægustu:

  • Heimasíða. Fyrsta upplifunin á viðmótinu er oftast lykilatriði fyrir viðskiptavininn hvort hann verði virkur á síðunni og tilbúnn til að skoða betur nánast hvaða rafrænu viðskiptasíðu sem er.
  • Myndir & grafík. Fegurðarsjónarmið eru gagnleg þegar þú vilt að netviðskipti þín vaxi. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við myndrænt samfélag og höfum tilhneigingu til að dæma vöru út frá útliti hennar.
  • Myndbönd. Ekkert segir „kauptu mig“ betur en aðlaðandi sjónræn framsetning fyrirtækisins. Hágæða myndbönd eru fín viðbót við myndir og grafík.
  • Blogg-greinar. Oft leita viðskiptavinir að vel skrifuðum, ígrunduðum og rannsökuðum greinum. Gott er að mæta væntingum þeirra með hágæða textum.
  • Fréttir. Viðskiptavinir þínir þurfa að fá uppfærslur reglulega varðandi nýlegar framkvæmdir. Það er ekki flóknara en það.
  • Algengar spurningar. Undirsíða með lista yfir algengar spurningar er frábær leið fyrir viðskiptavini þína til að finna svör við algengum áhyggjum eða fyrirspurnum.
  • Flokkar og vörulýsingar. Ítarlegir textar sem lýsa helstu eiginleikum allra flokka og vara aðstoðar viðskiptavini þína við að finna hlutina sem þeir eru að leita að.
  • „Um okkur“ undirsíða. Láttu markhópinn þinn vita hver þú ert, hver sagan á bakvið netviðskipti þín er og hver markmið þín eru.
  • Umsagnir viðskiptavina. Stjörnur og umsagnir eru það sem höfða til nýrra hugsanlegra viðskiptavina, sem taka oft ákvarðanir út frá skoðunum annarra.

Markaðssetning á rafrænum viðskiptum: Þekking í hnotskurn

Hvað einkennir vel undirbúna markaðssetningu á efni? Þetta kann að hljóma eins og klisja en sérstaða er oftast lykillinn að velgengni. Það eiga ekki að vera nein merki um ritstuld vegna þess að leitarvélar geta auðveldlega greint líkindi við aðra texta á netinu.
Talandi um leitarvélar verðum við að nefna SEO eða hagræðingu leitarvéla. SEOútbúinn texti bætir sýnileika og staðsetningu vefsíðu þinnar. Þess vegna þarf fyrirtækið þitt að uppfylla sérstakar kröfur varðandi gervigreind.
Læsileiki er jafn mikilvægur og bæði sérstaða og SEO. Allt efnið þitt þarf að vera málfræðilega rétt þegar það er aðlagað að markhópnum þínum. Notaðu því tungumál sem á við um fyrir hvern þann aldurshóp eða starfsgrein sem þú selur vörurnar þínar til. Ekki gleyma að nota rétt snið til að gera innihaldið verðmætara og auðveldara að lesa.

Niðurstaða

Þegar við tökum þetta allt saman vitum við að efnismarkaðssetning fyrir rafræn viðskipti getur verið snúin. Það bíður þín mikil samkeppni á netinu svo það er mikilvægt að gera vefsíðurnar þínar einstakar og SEO-stilltar.
Sem betur fer ertu ekki einn í þessu ferli. Techstate hefur yfir 12 ára reynslu af því að útbúa sérstætt efni sem fyrir rafræn viðskipti. Þú getur treyst þekkingu okkar og látið okkur sjá um að vinna að SEO sem hentar fyrir vefsíðuna þína. Með faglegum textahöfundum og auglýsingasérfræðingum innanhúss erum við fær um að hjálpa þér að auka söluna þína á netinu.
Hafðu samband við okkur til að útbúa fullkomna stefnu sem eru sérsniðin fyrir rafræna viðskipitaumhverfi þitt